Hið Litríka Hálendi Íslands

Hið Litríka Hálendi Íslands

Ein af okkar vinsælustu þyrluferðum! Litríka hálendi Íslands er ferð sem sýnir allt það besta sem Ísland hefur upp á að bjóða á hálfum degi. Jöklar, eldfjöll, fossar og endalausar strendur standa alltaf fyrir sínu, sama hvernig viðrar. Einnig er flogið yfir virkjanir og önnur mannvirki sem sýna hvernig við nýtum auðlindir landsins, hvernig við höfum þróast gegnum árin og hversu einstök orkunýting Íslands er! Þyrlunni er flogið yfir Þingvelli og Geysi og þaðan inn í landið í átt að Þórsmörk og Landmannalaugum. Litskrúðugar fjallshlíðar hálendisins eru engu líkar og fátt jafnast við að sjá þessa ástsælu staði ofan frá. Næst er flogið yfir Eyjafjallajökul þar sem einstakt tækifæri gefst til að sjá virka eldstöð og ummerki gossins sem varð 2010. Á leiðinni til baka fljúgum við yfir ótal fossa og svartar strendur og endum ferðina í Reykjavík. Þingvellir National Park, Geysir Geothermal Area, Landmannalaugar Geothermal Area, Þórsmörk, Eyjafjallajökull Glacier Volcano Ferðin er samtals 3-4 tímar. 2,5-3,5 tímar í þyrluferð með leiðsögn auk tveggja 15-20 mínútna lendinga á góðum útsýnisstöðum. Fer eftir þyrlu og veðri

Verð

175.900 ISK per person

Lengd

3,5 - 4 hours

Lendingar

2

Lágmarksfjöldi farþega

3 Farþegar. *Only 1 or 2?

Bókaðu núna

Loading...
Alipay logo Alipay QR code WeChat Pay logo

我们接受支付宝和微信支付
扫码查看我们的旅游和优惠活动

Þér gæti einnig litist vel á

Jokulsarlon Glacier Lagoon Expedition in Iceland

Ævintýraferð að Jökulsárlóni

Ein af okkar flottustu ferðum en hér er farið yfir allt Suðurlandið og til baka á einum degi á bæði þægilegan og glæsilegan máta! Frá Reykjavík er suðurströndin þrædd allt að Eyjafjallajökli og Vík þar sem fæst óaðfinnanlegt útsýni yfir nýlegu gosstöðvarnar sem mynduðust þar árið 2010. Fyrsta stopp ferðarinnar er við Jökulsárlón þar sem tími gefst til að ganga um svæðið og jafnvel ná bátsferð um lónið. Jökulsárlón er eitt dýpsta stöðuvatn Íslands og ísjakarnir á lóninu eru um 1000 ára gamlir. Lónið mætir Norður-Atlantshafi á mikilfenglegan hátt og oft má sjá ísjaka í fjörunni fyrir neðan. Þar má einnig sjá forvitna seli að leik í lóninu. Við tökumst aftur á loft og þá er ferðinni haldið vestur, framhjá Hvannadalshnjúk og inn á hálendið. Landmannalaugar, Hrafntinnusker og Hekla eru meðal þeirra staða sem eru skoðaðir. Næstu tvær lendingar eru á þínu valdi en vinsælt er að lenda á Fimmvörðuhálsi og Hrafntinnuskeri. Hægt er að bæta við klukkustundar ísgöngu við þessa ferð en gengið er á jökultungunni við Fjallsárlón. Innifalið í þyrluferðinni er hádegisverður. Þessi ferð er svo sannarlega einstök og gerir þetta stóra og erfiða svæði aðgengilegt á aðeins einum degi. Ef veður leyfir munum við sjá þessa staði: Jökulsárlón Glacier Lagoon, Vatnajökull Glacier, Fjallabak Region, Landmannalaugar Geothermal Area, Eyjafjallajökull Glacier Volcano, Fimmvörðuháls Craters, Fjallsárlón lagoon Ferðin er samtals 5-7 tímar. 4,5-6 tímar í þyrluferð með leiðsögn auk þriggja 15-20 mínútna lendinga á fallegum stöðum. Nesti einnig innifalið. Fer eftir þyrlu og veðri

345.900 ISK per person, add glacier hiking for 37.000 ISK per person

Magical Myvatn helicopter tour in Iceland

Magnaða Mývatn

Það besta við það að fljúga í þyrlu alla leið til Mývatns er allt það sem þú flýgur yfir á leiðinni. Alla leið frá Reykjavík til Mývatns blasa við þér stórkostleg svæði og mörg hver sem ekki er hægt að sjá nema í þyrlu. Ferðin er heilsdagsferð sem fer með þig um Gullna hringinn, hálendið að Holuhrauni, að Öskju, Vatnajökli, Mývatni og allt þar á milli! Við fljúgum yfir kraftmestu jökulsá Evrópu, Jökulsá á Fjöllum og yfir magnaða fossa, meðal annars Dettifoss. Þegar komið er að Mývatni blasir við þér ótrúleg náttúra sem heillar þig upp úr skónum. Hápunktar ferðarinnar eru ótal margir en þar má nefna Holuhraun, Kröflu, Víti, gígjana við Skútustaði, Námaskarð, Hverfjall og Dimmuborgir. Ef veður leyfir munum við sjá þessa staði: Holuhraun Volcano, Askja Caldera, Vatnajökull Glacier, Dettifoss Waterfall, Lake Mývatn Ferðin er samtals 6-8 tímar 5-7 tímar í þyrluferð með leiðsögn auk þriggja 15-20 mínútna lendinga á fallegum stöðum. Nesti innifalið Fer eftir þyrlu og veðri

439.900 ISK per person

Gengisbreytir