Fossar og dalir

Fossar og dalir

Glymur, Þingvellir og Hengilsvæðið eru stjörnur ferðarinnar. Flogið er rakleiðis inn Hvalfjörðinn þar sem Glymur, næsthæsti foss landsins, blasir við í allri sinni dýrð. Þaðan er flogið yfir Þingvelli, en útsýnið úr þyrlunni yfir sigdalinn og flekaskilin er engu lík. Næst flýgur þyrlan yfir Hengilssvæðið með sínum einstöku, litríku fjallshlíðum og heitu laugum. Að lokum er flogið yfir höfuðborgarsvæðið og útsýnið yfir strandlínuna og nærliggjandi fjallgarða er óviðjafnanleg. Ef veður leyfir muntu sjá eftirfarandi í þyrluferðinni: : Glym, Þingvelli, Hengilsvæðið, Nesjavallavirkjun, Hellisheiðarvirkjun, Kristnitökuhraunið, gíga, Bláfjöll, Reykjavik og Esjuna. Ferðin er samtals 65-85 mínútur 40-60 mínútur í þyrluferð með leiðsögn auk 15 mínútur í lendingu á Hengilsvæðinu. Fer eftir þyrlu og veðri

Verð

69.900 ISK per person

Lengd

1-1,5 klst

Lendingar

1

Lágmarksfjöldi farþega

2 Farþegar

Bókaðu núna

Loading...
Alipay logo Alipay QR code WeChat Pay logo

我们接受支付宝和微信支付
扫码查看我们的旅游和优惠活动

Þér gæti einnig litist vel á

Fire and Ice helicopter tour in Iceland

Eldur & Ís

Blandaðu saman eld og ís með tveimur lendingum, annarsvegar á jökli og hinsvegar á háhitasvæði. Ísland er land þitt – land elds og íss og hinir miklu kraftar sem myndað hafa landið eru áhersluatriði þessarar ferðar. Á leið okkar fljúgum við þyrlunni yfir eldgíga, fallegan fjallagarð, inn á hálendið. Lent er á Langjökli. Þar getur þú andað að þér jöklaloftinu, upplifað þögnina, notið útsýnisins nú eða búið til snjóengla! Við fljúgum yfir djúpar jökulsprungur og bratta falljökla sem mynda magnað,og hálf fjarstæðukennt, umhverfi. Við kíkjum ofan í gíg Skjaldbreiðar og fylgjum flekaskilunum í gegnum Þingvelli og höldum yfir að Hengilsvæðinu, litríka háhitasvæðinu, þar sem við lendum aftur og virðum fyrir okkur orkuna sem gýs upp úr jörðinni. Að lokum fljúgum við til baka á Reykjavíkurflugvöll og farið er í útsýnisflug yfir höfuðborgina okkar áður en við lendum. Ef veður leyfir muntu sjá eftirfarandi í þyrluferðinni: Þórisjökull Glacier, Glymur Waterfall, Þingvellir National Park, Hengill Geothermal Area Ferðin er samtals 100-130 mínútur 60-80 mínútur í þyrluferð með leiðsögn auk tveggja 15 mínútna lendinga, önnur á Hengilsvæðinu og hin á jökli Fer eftir þyrlu og veðri

125.900 ISK per person

Landmannalaugar helicopter tour in Iceland

Hið Litríka Hálendi Íslands

Ein af okkar vinsælustu þyrluferðum! Litríka hálendi Íslands er ferð sem sýnir allt það besta sem Ísland hefur upp á að bjóða á hálfum degi. Jöklar, eldfjöll, fossar og endalausar strendur standa alltaf fyrir sínu, sama hvernig viðrar. Einnig er flogið yfir virkjanir og önnur mannvirki sem sýna hvernig við nýtum auðlindir landsins, hvernig við höfum þróast gegnum árin og hversu einstök orkunýting Íslands er! Þyrlunni er flogið yfir Þingvelli og Geysi og þaðan inn í landið í átt að Þórsmörk og Landmannalaugum. Litskrúðugar fjallshlíðar hálendisins eru engu líkar og fátt jafnast við að sjá þessa ástsælu staði ofan frá. Næst er flogið yfir Eyjafjallajökul þar sem einstakt tækifæri gefst til að sjá virka eldstöð og ummerki gossins sem varð 2010. Á leiðinni til baka fljúgum við yfir ótal fossa og svartar strendur og endum ferðina í Reykjavík. Þingvellir National Park, Geysir Geothermal Area, Landmannalaugar Geothermal Area, Þórsmörk, Eyjafjallajökull Glacier Volcano Ferðin er samtals 3-4 tímar. 2,5-3,5 tímar í þyrluferð með leiðsögn auk tveggja 15-20 mínútna lendinga á góðum útsýnisstöðum. Fer eftir þyrlu og veðri

175.900 ISK per person

Gengisbreytir