Helicopter and quad safari trip Iceland

Þyrlu- og fjórhjólaferð

Þyrlu- og fjórhjólaferð

Dagurinn byrjar á ævintýralegri fjórhjólaferð með Safari Quad sem eru staðsettir rétt fyrir utan borgina við Lambhaga. Þið þurfið því ekki að ferðast langt til þess að komast út fyrir amstur borgarinnar. Á fjórhjólunum er haldið í átt að Hafravatni, upp torfærustíga og upp á Helgafell þar sem gefst magnað útsýni yfir borgina og nærumhverfi hennar. Fjórhjólaferðin er í heildina um klst og eru hjólin auðveldur og spennandi kostur til þess að komast í snertingu við náttúruna á jörðu niðri áður en tekið er á loft í þyrlu! Eftir fjórhjólaferðina eruð þið keyrð til baka á Hótel Natura þar sem e.t.v. gefast örfáar mínútur til að gæla sér á kaffibolla eða koma beint á skrifstofuna okkar sem er staðsett við hlið hótelsins. Ferð sem flytur þig beint úr líflegu borgarlífi Reykjavíkur í kyrrð og ró upp á fjallstind með stórbrotið útsýni yfir höfuðborgarsvæðið. Gott er að hafa í huga að til þess að keyra fjórhjólið þarf að vera með gilt ökuskírteini og að lágmarksaldur í ferðina er 5 ára.

Verð

49.800 ISK per person

Lengd

3-3,5 hours (1 hour driving the Quad Bike, 15-20 minutes helicopter flight and 20 minutes helicopter mountain top landing)

Lendingar

1

Lágmarksfjöldi farþega

2 Farþegar

Gengisbreytir