Jöklalending

Jöklalending

Við fljúgum þyrlunni í átt að Þórisjökli og fáum á leiðinni fyrirtaks útsýni yfir dalina í Hvalfirði. Lent er á toppi jökulsins þar sem útsýni er yfir hálendi Íslands. Upplifunin að standa á miðjum Þórisjökli er hreint út sagt ævintýri líkust. Þegar við förum aftur í loftið fljúgum við yfir djúpar jökulsprungur og kíkjum á klettabelti sem jökullinn hrynur niður af. Næst fljúgum við yfir dyngjuna Skjaldbreiður og áleiðis í átt að Þingvöllum, en Þingvallavatn og Skjaldbreiður mynduðust í sama eldgosi fyrir um 9,000 árum. Það er óhætt að segja að þú munir sjá þjóðgarðurinn Þingvelli eins og þú hefur aldrei séð hann áður því það er allt öðruvísi að sjá sprungna jörðina úr lofti. Ef veður leyfir muntu sjá eftirfarandi í þyrluferðinni: Þórisjökull, Langjökull, Skjaldbreiður, Þingvellir, Esjan og Reykjavík. Ferðin er samtals 75-95 mínútur 50-70 mínútur í þyrluferð með leiðsögn auk 15 mínútur í lendingu á jökli Fer eftir þyrlu og veðri

Verð

98.900 ISK per person

Lengd

um 1,5 klst

Lendingar

1

Lágmarksfjöldi farþega

3 Farþegar. *Only 1 or 2?

Bókaðu núna

Loading...
Alipay logo Alipay QR code WeChat Pay logo

我们接受支付宝和微信支付
扫码查看我们的旅游和优惠活动

Þér gæti einnig litist vel á

Gengisbreytir