Þyrluhjóla dagur – Byrjaðu á Toppnum

Þyrluhjóla dagur – Byrjaðu á Toppnum

Þyrluhjóladagur Norðurflugs & Icebike 25. júní 2020- UPPSELT. Ný dagsetning verður auglýst síðar! Þú hjólar - við sjáum um þyrluna og leiðarval Nú gefst einstakt tækifæri til að upplifa helibiking og kynnast hjólaleiðum í Hengli. Við hittum þig á ION, Norðurflug sér um að fljúga upp á topp og hægt að velja eina eða tvær ferðir. Ef þú velur tvær ferðir þá kynnistu tveimur leiðum - við förum ekki sömu leið tvisvar. Icebike hefur unnið að undanförnum misserum að uppbyggingu fjallahjólaleiða í samstarfi við OR. Þyrluhjólaferð er einstök upplifun og það er ógleymanlegt að fljúga yfir Hengilinn og sjá hann frá algjörlega nýju sjónarhorni og hvað þá að fá að horfa á stíga sem þú hjólar niður skömmu síðar. Svæðið er falin perla sem hentar vönum fjallahjólurum. Hengill hentar ekki byrjendum á fjallahjóli, við mælum með að byrja til dæmis í Heiðmörk, fara svo Jaðar og því næst að hjóla í Hengli. Fyrirkomulag dagsins Þú mætir á ION Adventure og hittir leiðsögumenn Icebike sem sjá um að festa hjólið þitt á þyrluna. Norðurflug flýgur þér upp á topp þar sem annar leiðsögumaður sér um að taka hjólin af, og vísar þér á réttu leiðirnar niður. Fyrir þá sem velja tvær ferðir er lent í Hengli og tekið af stað aftur þaðan. Allir enda á ION Adventure hotel á Nesjavöllum. ION býður svöngum hjólurum tilboð á hamborgara og bjór á 2990 kr. ION er einnig með tilboð á gistingu, nánari upplýsingar: https://ionadventure.ioniceland.is/ Tími: Við stefnum á að byrja um kl 16:00 og fljúga / hjóla fram á kvöld. Tryggðu þér sæti tímanlega til að missa ekki af þessu einstaka tækifæri til að prófa þyrluhjólaferð og hitta aðra fjallahjólara. Ef veður hamlar flugi eða slóðarnir blautir munum við velja aðra dagsetningu fyrir helibiking daginn. Þá getur þú valið að færa þig á þann dag eða fá fulla endurgreiðslu. Ferðin er endurgreidd að fullu ef þú afbókar með meira en 48klst fyrirvara á netfangið: info@helicopter.is Þegar þú hefur gengið frá bókun færðu sendan tölvupóst með ítarlegum upplýsingum um ferðina. Ekki hika við að hafa samband við okkur á info@helicopter.is eða í síma 562-2500 ef það er eitthvða óljóst eða þú hefur spurningar um ferðina. Sjáumst í Henglinum!

Verð

frá 16.900 kr -27.900 kr. á mann

Lengd

2-4 klst

Lágmarksfjöldi farþega

Farþegar

Bóka núna

Alipay logo Alipay QR code WeChat Pay logo

我们接受支付宝和微信支付
扫码查看我们的旅游和优惠活动

Gengisbreytir