Tindar Reykjavíkur

Tindar Reykjavíkur

Ferð sem flytur þig beint úr líflegu borgarlífi Reykjavíkur í kyrrð og ró upp á fjallstind með stórbrotið útsýni yfir höfuðborgarsvæðið.Með fjallgarða við aðra hönd og Norður-Atlantshafið við hina kemstu í fljótu bragði úr amstri borgarinnar. Þyrluflug er spennandi upplifun fyrir þá sem vilja fá nýja sýn á höfuðborginni. Þessi þyrluferð hentar vel í allskyns fagnað svo sem gæsa- eða steggjaveislur og mun gera daginn ógleymanlegan. Ef veður leyfir muntu sjá eftirfarandi í þyrluferðinni: Reykjavik, Esjuna, Snæfellsnes, Snæfellsjökul Ferðin er samtals 30-45 mínútur 15-20 mínútur í þyrluferð með leiðsögn auk 15 mínútur í lendingu á tindi. Fer eftir þyrlu og veðri

Verð

31.900 ISK per person

Lengd

30-45 minutes

Lendingar

1

Lágmarksfjöldi farþega

no minimum Farþegar

Bókaðu núna

Loading...

Þér gæti einnig litist vel á

Heli Happy Hour tour in Iceland

Flug og freyðivín

Þyrluferð upp á nálægan fjallstind til þess að skála! Hvort sem þetta sé sérstakt tilefni, fyrsta stopp á pöbbaröltinu eða bara vegna þess að þig langar að taka þyrlu upp á fjallstopp, þá verður þetta saga til næsta bæjar. Þessi hringferð að nálægu fjalli gefur þér stórkoslegt útsýni yfir alla Reykjavík. Miklar hraunbreiður við borgarjaðarinn minna okkur á það hversu mikil eldfjallaeyja Ísland er. Á fjallinu er fullkomið myndatækifæri. Fjallstindurinn, strandlengjan, borgina og þyrlan í bakgrunni. Við þetta einstaka tilefni skálum við í freyðivíni og njótum lífsins. Til gamans má geta þess að Norðurflug er fyrsta fyrirtækið í heiminum til þess að bjóða upp á happy hour ferðir í þyrlum! Ef veður leyfir muntu sjá eftirfarandi í þyrluferðinni: Reykjavik, Esjuna, Snæfellsnes og Snæfellsjökul Ferðin er samtals 30-50 mínútur 15-20 mínútur í þyrluferð með leiðsögn auk 20-30 mínútur í lendingu á tindi. Freyðivín einnig innifalið. Fer eftir þyrlu og veðri

38.900 ISK per person

Geothermal Helicopter Tour in Iceland

Háhitasvæðið á Henglinum

Flogið er yfir Hengilsvæðið, eitt stærsta jarðhitasvæði landsins. Þar má dást að litríkum fjallgörðunum, endalausum hraunbreiðunum og hinum ótalmörgu gígjum á svæðinu. Eftir þyrluflugið frá Reykjavík lendum við fjarri alfaraleið og njótum orkunnar frá náttúrunni í ró og næði. Á svæðinu eru ótal heitar laugar og leirpollar í ósnortinni náttúrunni. Á leiðinni til baka er farið í stutt útsýnisflug yfir Reykjavík. Ef veður leyfir muntu sjá eftirfarandi í þyrluferðinni:: Hellisheiði, Hengil svæðið, Nesjavallavirkjun, Hellisheiðarvirkjun, Bláfjöll, Reykjavík, Kristnitökuhraunið og gíga. Ferðin er samtals 50-60 mínútur 25-50 mínútur í þyrluferð með leiðsögn auk 15 mínútur í lendingu á Hengilsvæðinu. Fer eftir þyrlu og veðri

49.900 ISK per person

Gengisbreytir