Bókanir

 • Ég er stakur ferðalangur, hvernig get ég komist í ferð?
 • Ef þú ert að ferðast einn á eigin spýtum geturðu haft samband við okkur með tölvupósti til þess að láta okkur vita hvaða dagsetningar eru lausar fyrir þig til þess að fara í ferð. Þá munum við reyna að finna aðra ferðalanga til þess að fara með þér í ferð. Ef þú hefur ákveðna tímasetningu í huga, endilega láttu okkur vita!
 • Við erum tveir ferðalangar en langar í ferð sem þarf að lágmarki þrjá farþega til
 • Eruð þið einungis 1 eða 2 en viljið fara í ferð sem hefur að lágmarki 3 ferðalanga? Engar áhyggjur því við höfum ráð við slíkum aðstæðum! Sendu okkur endilega email og við getum látið þig á lista yfir þá sem vilja sameinast öðrum ferðalöngum eða hópum. Þú getur einnig borgað aukagjald  og bókað einkaferð til þess að fullvissa þig um að ferðin verði farin.
 • Eru þyngdartakmarkanir?
 • Líkt og flugfélögin höfum við þyngdartakmarkanir fyrir ferðirnar okkar. Allir farþegar yfir 120 kg / 265 lbs / 19 stone, þurfa að greiða 1,5 sæti í þyrlunni. Þetta er til þess að öllum í ferðinni líði vel og eru öruggir! Endilega sendið okkur línu á info@helicopter.is ef þið hafið einhverjar spurningar um þessa stefnu okkar.  
 • Hvenær eru brottfarartímarnir?
 • Við bjóðum upp á marga möguleika þegar kemur að brottfarartímum til þess að mæta þörfum sem flestra. Heimasíða okkar hefur ekki brottfarartíma til þess að við getum verið eins sveigjanleg og auðið er fyrir kúnnana okkar. Morgunbrottfarir okkar eru vanalega frá 08.00 - 13.00 og kvöldbrottfarirnar frá 13.00 - 20.00 Vinsamlegast athugið að á vetrartímum byrjum við seinna vegna myrkursins. Um leið og við móttökum bókunina þína munum við senda þér staðfestingarpóst með nákvæmri tímasetningu sem og öðrum upplýsingum sem þú þarft fyrir ferðina. Viljir þú ákveðna tímasetningu, vinsamlegast láttu það fylgja með bókuninni og við munum reyna okkar allra besta að verða við óskum þínum.    
 • Við erum hópur fólks, getum við farið saman í einni þyrlu?
 • Já það getur þú! Við erum með þrjár tegundir af þyrlum í rekstri, þær taka 4, 5 og 6 farþega í sæti.  
 • Bókunarvélin leyfir mér ekki að bóka ferðina. Hvers vegna?
 • Annaðhvort er ferðin fullbókuð eða þú ert að bóka ferð en hefur ekki fjölda lágmarks farþega. Endilega sendu okkur email og við munum aðstoða þig með glöðu geði!  
 • Hvernig bóka ég þyrluferð?
 • Á vefsíðu okkar er bókunarvél sem er tengd við örugga greiðslusíðu. Ef þú hefur séróskir eða ert að bóka prívat ferð, endilega sentu okkur email, info@helicopter.is, og við munum senda þér öruggan greiðsluhlekk.  
 • Hversu snemma þarf ég að bóka ferðina?
 • Því fyrr því betra! Sérstaklega ef þú hefur ákveðna dagsetningu og tíma í huga. Þér er velkomið að hafa samband við okkur og við munum gera okkar besta til að finna sem hentugastan tíma. Við gætum jafnvel komið þér fyrir með stuttum fyrirvara. Fegurðin við að hafa stóran þyrluflota með mismunandi þyrlum er sveigjanleiki: Það er einmitt það sem Norðurflug snýst um!  

Ferðir

 • Hversu mikið kostar þyrluferð?
 • Við höfum mikið úrval af ferðum á víðu verðbili (Peningur er til þess að eyða honum og skemmtilegast er að eyða því í upplifanir og reynslu!  
 • Hvers vegna þyrluferð?
 • Útsýni eins og þú hefur aldrei áður séð, frá toppnum! Þú getur einnig farið langar vegalengdir á stuttum tíma svo þú getur nýtt tímann þinn sem best.
 • Í hvaða ferðum er lent (fyrir utan á flugvellinum sjálfum) ?
 • Við lendum í öllum ferðunum okkar nema í Reykjavik by Air  ferðinni okkar. Eftir margra ára reynslu á þyrluflugi á Íslandi þekkja flugmennirnir okkar fallegustu og öruggustu lendingarstaðina.  
 • Í hvaða ferðum sé ég jökla?
 • Þú getur séð jökla í eftirfarandi ferðum: - Glacier Landing - Fire & Ice - Volcanoes and Glaciers - Essential Iceland - Glacier Lagoon Expedition. - Magical Mývatn - Wonders of Westfjords Ef veður leifir gætirðu séð alla leið að Snæfellsjökli í þessum ferðum:  Reykjavik Summit Tour, Reykjavik by Air Tour, Heli Romance Tour, Heli Happy Hour and Countless Craters. Þú gætir einnig séð Eyjafjallajökul úr fjarlægð í Geothermal ferðinni okkar sem og Waterfalls & Valleys ferðinni.
 • Getum við lent á jökli?
 • Við lendum á jökli í eftirfarandi ferðum: - Glacier Landing - Fire & Ice Í Volcanoes & Glaciers Tour, Essential Iceland  og the Glacier Lagoon Expedition Tour lendum við á Fimmvörðuhálsi eða á Gígjökli, jökultungu Eyjafjallajökuls. Með öryggi þitt í fyrirrúmi tileinkum við okkur réttinn að breyta ferðaáætluninni með tilliti til veðurs eða annarra þátta utan okkar stjórnar.
 • Í hvaða ferðum sé ég Þingvelli?
 • Þú sérð Þingvelli í eftirfarandi ferðum: -Waterfalls & Valleys -Fire & Ice -Essential Iceland -Magical Mývatn  
 • Í hvaða ferðum sé ég Gullfoss og Geysi?
 • Þú sérð Gullfoss og Geysi í eftirfarandi ferðum: - Essential Iceland - Magical Mývatn
 • Í hvaða ferðum sjáum við virk eldfjöll?
 • Engin eldgos eru á Íslandi sem stendur. Þegar eldgos á sér stað gerum við sérstaka ferð til þess að sjá gosið. Endilega skoðið bloggið okkar eða Facebook síðu til þess að sjá nýjustu fréttirnar. Í Magical Mývatn ferðinni okkar sérðu hraunbreiðuna sem rann úr Holuhrauni (Bárðabungu) í eldgosinu 2014-2015.   Í Volcanoes & Glaciers, Essential Iceland og Glacier Lagoon Expedition ferðunum okkar sérðu hraunbreiðuna sem rann úr Eyjafjallajökli árið 2010.  
 • Hvaða ferðir eru vinsælastar?

Undirbúningur fyrir ferðina

 • Get ég fengið mat eða drykk í ferðinni minni?
 • Já við getum útvegað drykki, mat og jafnvel freyðivín fyrir ferðina þína! Við erum með nesti innifalið í eftirfarandi ferðum: -Glacier Lagoon Expedition -Magical Mývatn -Wonders of Westfjords Þegar þú kemur á skrifstofuna okkar bjóðum við einnig upp á kaffi, te og vatnsflöskur.  
 • Hvaða fötum ætti ég að klæðast?
 • Við mælum með því að þú sért í hlýjum fötum, þar sem við erum jú á Íslandi eftir allt saman. Vindarnir geta verið kaldir jafnvel þótt það sé sól! Frá Október til Apríl miðjan mælum við með vetrarfötum. Jörð Íslands er ójöfn, gróf og klettótt. Góðir skór sem hlýfa tánum líkt og góðir strigaskór eða gönguskór eru bestir. Á veturna sem og í jöklaferðum er það afar mikilvægt að vera í góðum skóm þar sem þú munt ganga á snjó. Þér er auðvitað velkomið að klæðast strigaskóm en fæturnir þínir gætu þá orðið blautir og kaldir. Að sitja í þyrlunni sjálfri er ekki kalt, það er frekar líkt því að sitja í bíl.

Að komast til okkar

 • Getur þyrlan sótt mig?
 • Já það getur hún vissulega! Ef þú vilt fara í ferð með möguleikann að sækja þig þá fer það eftir því hvar þú vilt að hún sæki þig hvort hún geti það. Við sækjum farþega reglulega á Hótel Rangá, ION Hótel, Hótel Grímsborgum, Blue Lagoon Retreat og Deplar. Ef hótelið er á leið í ferðinni þinni rukkum við ekki aukalega. Ef þú ert að bóka prívat ferð getum við sniðið ferðina að þínum þörfum.      
 • Hvaða strætó get ég tekið til ykkar?
 • Ef þú ert að ferðast frá Hlemmi eða BSÍ geturðu tekið strætóleið nr. 8. Ef þú kemur annars staðar að geturðu annaðhvort athugað heimasíðu strætó, www.bus.is, eða sent okkur email. Við munum aðstoða með glöðu geði! 🙂  
 • Hvernig kemst ég að skrifstofum ykkar?
 • Við mælum með því að þú takir leigubíl eða keyrir. Við erum einungis 5 mínútur frá miðbænum. Fyrir þá sem koma á bíl eða bílaleigubíl eru frí stæði fyrir utan skrifstofur okkar. Það er strætóstoppistöð nærri skrifstofunum, Nauthólsvegi. Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast skoðið heimasíðuna www.bus.is Á góðviðrisdögum mælum við einnig með því að ganga. Það tekur um 30 mínútur að ganga til okkar frá Hallgrímskirkju. Við mælum einnig með því að þú gangir út á Nauthólsvík eða skoðir Perluna. Perlan er staðsett á toppi Öskjuhlíðar og þar eru margir hjóla- og göngustígar sem eru vinsælir meðal Íslendinga.  
 • Hvar eruð þið staðsett?
 • Skrifstofur okkar eru á austur hluta Reykjavíkurflugvallar. Athugið að við erum ekki við hlið Flugfélags Íslands heldur erum við hinum megin hjá Flugfélaginu Erni, bakvið Hótel Reykjavík Natura. Heimilisfangið er Nauthóslvegur 58d. Þetta er stuttur 5 mínútna axtur frá miðbænum. Hér geturðu skoðað kort: https://goo.gl/maps/41rOp

Afhverju að velja Norðurflug?

 • Hvaða þyrlur notið þið í ferðunum ykkar?
 •   - Eina, Airbus EC130 B4 Airbus getur tekið allt að 6 farþega, náð hraða upp í 222km/120 hnúta. Hún tekur allt að 4hr/min. Airbus þyrlan okkar er sú eina sinnar tegundar á Íslandi. - Tvær, AS350 B2 Ecureuil - Astar Astar vélin okkar tekur upp í 5 farþega, nær hraða upp í 230 km/125 hnútar. Hún tekur allt að 3:10 hours/min.  

Að fljúga í þyrlu

 • Hvað ef ég þarf sérstaka aðstoð?
 • Það er eitthvað svo frelsandi við það að fljúga... opnir himnar og afskekktir staðir sem eingöngu er hægt að nálgast úr þyrlu! Hjá Norðurflugi bjóðum við upp á aðgengilegar aðstöður því við trúum því að allir eigi að eiga möguleika á að upplifa Ísland úr lofti. Til þess að tryggja þægindi og öryggi allra kúnnanna okkar er nóg pláss í skrifstofum okkar, ásamt inngangi með góðu aðgengi. Hjólastólar passa ekki inn í sjálfa þyrluna, en við getum geymt þá í skrifstofunni. Starfsfólk okkar og flugmenn bjóða upp á aðstoð við að komast upp í þyrluna sjálfa. Þá er bara að njóta ferðarinnar! Ef þú hefur frekari spurningar varðandi aðgengi hjólastóla geturðu sent á okkur línu eða hringt í okkur: info@helicopter.is | s: 562-2500    
 • Hver mun leiða ferðina?
 • Flugmennirnir okkar eru ofurklárir og velkunnugir öllu því sem þú munt sjá á leiðinni. Flugmaðurinn verður þinn persónulegi leiðsögumaður og þeir elska þegar þú spyrð margra spurninga!  
 • Hvað get ég séð?
 • Það sem þú óskar þér! Við höfum hannað ferðirnar okkar með mismunandi áherslupunktum svo það er margt í boði. Ef þú hefur eitthvað sérstakt í huga getum við einnig sérsniðið ferð, sérstaklega fyrir þig!  
 • Get ég setið fremst?
 • Við getum ekki lofað neinu varðandi sætaskipan þar sem flugmaðurinn hefur fullt vald yfir því. Hann þarf að hugsa til þyngdar og jafnvægis í útreikningum sínum þegar hann ákveður sætaskipanina. Hann getur þó tekið til umhugsunar ef þú myndir helst kjósa að sitja fram í.   Ekki örvænta, því á meðan ferðinni stendur hafa allir tækifæri til að skipta um sæti eftir hverja lendingu. Það þýðir að allir fá bókað gluggasæti á einhverjum tímapunkti ferðarinnar.  
 • Mig langar til þess að taka myndir, getum við opnað glugga til þess?
 • Sumar af þyrlunum okkar eru með glugga sem hægt er að opna. Endilega skoðaðu nánar flotann okkar til þess að sjá myndir innan- og utanfrá. Á meðan ferðinni stendur hafa allir tækifæri til að skipta um sæti eftir hverja lendingu. Það þýðir að allir fá að sitja við gluggasæti á einhverjum punkti ferðarinnar. Ef þú ert atvinnuljósmyndari mælum við með því að þú leigir þyrluna. Það veitir þér meira frelsi og sveigjanleika til að lenda þar sem þú óskar þér og taka auka flughringi og hægara flug. Best væri ef þú gætir hitt einhvern af flugmönnunum okkar til þess að ræða um smáatriði og möguleg svæði til að sjá, því þeir eru sérfræðingar þegar kemur að því að finna fallegustu svæðin sem og svæði til kvikmynda- og ljósmyndataka. Hægt er að koma sérstökum kvikmyndatökubúnaði fyrir á vélunum okkar, en þær hafa einnig sérstaka hurð og glugga sem er einmitt ætluð kvikmyndatökum.  

Slæmt veður og afbókanir

 • Hvað gerist ef við höfum þegar borgað fyrir ferðina en henni er aflýst vegna veðurs?
 • Ef veðurspáin lítur ekki vel út getum við: A) Reynt að breyta tímasetingunni (t.d. fara eftir hádegi í stað morgunbrottfarar) B) Boðið þér að fara á annarri dagsetningu (t.d. daginn fyrir eða daginn eftir) C) Ef við erum fullbókuð og getum ekki fundið aðra tímasetningu, A eða B, gefum við þér fulla endurgreiðslu!  
 • Hver er afbókunarstefna ykkar?
 • Allar afbókanir skulu vera skriflegar, með tölvupósti, faxi eða bréfi og staðfestar af Norðurflugi. Við þurfum að rukka alla farþega sem afbóka eftir eftirfarandi stefnu: Innan við 2 vikur en meira en 72 stundir - 10% Minna er 72 tímar en meira en 24 stundir - 50% Innan við 24 tímar - 100%   Með öryggi ykkar í huga áskiljum við okkur rétt til þess að hætta við ferð eða breyta ferðaáætlunni vegna veðurs og/eða annarra þátta utan okkar stjórnar.  

Gengisbreytir