Eldgos-Gosstöðvarnar í Geldingadal

Eldgos-Gosstöðvarnar í Geldingadal

Við hjá Norðurflugi erum að bjóða upp á útsýnisflug yfir gosstöðvarnar í Geldingadal. Ferðin er í það heila 45-60 mínútur, með 15 mínúta lendingu á gossvæðinu. Verð á mann er 44.400.-Kr (fullorðinn) og 33.300.Kr (börn 2-12ára). Við erum að fljúga á tveimur þyrlum, 5 og 6 sæta vélum en það fer aðeins eftir bókunarstöðu hverju sinni hvaða vél við erum að nota. Ef veður og aðstæður leyfa að þá erum við á lofti en við viljum þó benda á að þyrluflugið er veðurháð og getur það haft áhrif á bókanir. Eins og staðan er núna að þá erum við fullbókuð en við erum að skrá niður á biðlista. Til að skrá sig á biðlista vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á info@nordurflug.is Vinsamlegast takið fram nafn, símanúmer, tölvupóst og fjölda farþega sem þið viljið bóka í flug. Það er mikið álag á síma og tölvupósti að við biðjum ykkur vinsamlegast að sýna okkur skilning og biðlund. Viljum einnig benda á eftirfarandi:Flugsvæðið er stjórnað af flugturninum í Keflavík og það eru takmarkanir á hversu mörg flugvélar/þyrlur fá að fara inn á svæðið hverju sinni að það gætu haft einhver áhrif á. Við fylgjum öllum tilmælum Almannavarna Ríksins, sem getur haft áhrif á flug (lokun eða rýming svæðis með stuttum fyrirvara).

Verð

44.400 kr á mann

Lengd

45-60 mín

Lendingar

1

Lágmarksfjöldi farþega

no minimum Farþegar

*Mynd eftir Vilhelm Gunnarsson
#Eldgosígeldingadal

Gengisbreytir