Jólagjafabréf í þyrluflug

Jólagjafabréf í þyrluflug

Gefðu ógleymanlega upplifun í jólagjöf! Fyrir jólin bjóðum við eina af okkar vinsælustu ferðum, Reykjavik Summit eða Tindar Reykjavíkur, á sérstöku jólaverði! Gjafabréfin okkar eru á aðeins 19.900 kr. á mann (fullt verð er 31.900 kr.) *Ef þú kaupir 10 gjafabréf eða fleiri færð þú stykkið á 17.900 kr á mann Reykjavik Summit eða Tindar Reykjavíkur er útsýnisflug yfir Reykjavík og nágrenni með einni lendingu á fjallstindi. Í þessari ferð færð þú alveg nýja sýn á höfuðborgina okkar sem er sífellt að breytast. Sjáðu fjöllin sem umvefja borgina, hraunið og gígana á Bláfjallasvæðinu og Atlantshafið sem teygir sig svo langt sem augað eygir. Ferðin er í það heila 40-45 mínútur, þar af 15-20 mínútur í þyrluferð með leiðsögn auk 15 mínútur í lendingu á fjallstindi. Fer eftir þyrlu og veðri Að fljúga í þyrlu er einstök upplifun og eitthvað sem allir ættu að prófa einu sinni á ævinni. Til að kaupa gjafabréf getur þú smellt á "Bóka núna" hér fyrir neðan, hringt í s. 562 2500 eða sent okkur tölvupóst á info@nordurflug.is. Gjafabréfið verður sent rafrænt á netfang. Ef óskað er eftir útprentuðu gjafabréfi, vinsamlegast sendið okkur tölvupóst innan 24 tíma.  Tökum ámóti Ferðagjöfinni, hafðu samband við okkur til að nýta hana fyrir tilboðið.

Verð

19.900 kr. á mann

Lengd

Ferðin er samtals 40-45 mínútur, 15-20 mínútur í þyrluferð með leiðsögn auk 15 mínútur í lendingu á tindi. Fer eftir þyrlu og veðri.

Lendingar

1

Lágmarksfjöldi farþega

1 Farþegar

Skilmálar Jólagjafabréfa:

  • Ekki er hægt að fá gjafabréf endurgreidd.
  • Gjafabréfið gildir í eitt ár frá útgáfudegi.
  • Við fljúgum allt árið um kring og það er ekkert lágmark sem þarf til að bóka sæti.
  • Gjafabréfin gilda sem peningagreiðsla upp í allar ferðir hjá Norðurflug og hægt að borga þá mismun á ferðum.
  • Líkt og flugfélögin höfum við þyngdartakmarkanir fyrir ferðirnar okkar. Allir farþegar yfir 120 kg / 265 lbs / 19 stone, þurfa að greiða 1,5 sæti í þyrlunni. Þetta er til þess að öllum í ferðinni líði vel og eru öruggir!
  • Glatist gjafabréfið getur hver sá sem finnur það nýtt sér gjafabréfið hafi það ekki þegar verið innleyst eða ógilt af kaupanda.
  • Ef gjafabréf glatast getur viðkomandi látið strax vita og látið loka bréfinu ef hann er með gjafabréfsnúmerið og nýtt búið til í staðinn.
  • Hægt er að versla gjafabréf á netinu með Visa/Mastercard/Amex í gegnum greiðslusíðu Borgunar, með Netgíró  eða komið á staðinn (Norðurflug) og greiða með debetkortum eða pening.
  • Tökum ámóti Ferðagjöfinni. Ef þú vilt nýta hana fyrir tilboðið, vinsamlegast hafðu samband við okkur í tölvupósti: info@nordurflug.is eða hringdu í síma 562-2500.
Norðurflug áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum án fyrirvara.

Bóka núna

Jólagjafabréf fyrir 1- Kortagreiðsla/ Pay with card Jólagjafabréf fyrir 2- Kortagreiðsla/ Pay with card Jólagjafabréf fyrir 3- Kortagreiðsla/ Pay with card Jólagjafabréf fyrir 4- Kortagreiðsla/ Pay with card Jólagjafabréf fyrir 5- Kortagreiðsla/ Pay with card Jólagjafabréf fyrir 10- Kortagreiðsla/ Pay with card
Alipay logo Alipay QR code WeChat Pay logo

我们接受支付宝和微信支付
扫码查看我们的旅游和优惠活动

Þér gæti einnig litist vel á

Heli Happy Hour tour in Iceland

Flug og freyðivín

Þyrluferð upp á nálægan fjallstind til þess að skála! Hvort sem þetta sé sérstakt tilefni, fyrsta stopp á pöbbaröltinu eða bara vegna þess að þig langar að taka þyrlu upp á fjallstopp, þá verður þetta einstök upplifun! Flogið er yfir höfuðborgarsvæðið og lent er á nálægu fjalli. Ferðin gefur þér alveg nýja sýn á borgina og það stórkostlega útsýni sem Reykjavík býr að í allar áttir. Miklar hraunbreiður við borgarjaðarinn minna okkur á það hversu mikil eldfjallaeyja Ísland er, Atlantshafið umlykur borgina og í fjarska má sjá glitta í Snæfellsjökul og Reykjanesskagann, ef veður leyfir. Á fjallinu er fullkomið myndatækifæri: Fjallstindurinn, strandlengjan, borgina og þyrlan í bakgrunni. Við þetta einstaka tilefni skálum við í freyðivíni og njótum lífsins. Til gamans má geta þess að Norðurflug er fyrsta fyrirtækið í heiminum til þess að bjóða upp á happy hour ferðir í þyrlum! Ferðin er samtals 40-45 mínútur 15-20 mínútur í þyrluferð með leiðsögn auk 20-30 mínútur í lendingu á tindi. Freyðivín einnig innifalið. Fer eftir þyrlu og veðri

38.900 ISK per person

Geothermal Helicopter Tour in Iceland

Háhitasvæðið á Henglinum

Flogið er yfir Hengilsvæðið, eitt stærsta jarðhitasvæði landsins. Þar má dást að litríkum fjallgörðunum, endalausum hraunbreiðunum og hinum ótalmörgu gígjum á svæðinu. Eftir þyrluflugið frá Reykjavík lendum við fjarri alfaraleið og njótum orkunnar frá náttúrunni í ró og næði. Á svæðinu eru ótal heitar laugar og leirpollar í ósnortinni náttúrunni. Á leiðinni til baka er farið í stutt útsýnisflug yfir Reykjavík. Ef veður leyfir muntu sjá eftirfarandi í þyrluferðinni:: Hellisheiði, Hengil svæðið, Nesjavallavirkjun, Hellisheiðarvirkjun, Bláfjöll, Reykjavík, Kristnitökuhraunið og gíga. Ferðin er samtals 50-60 mínútur 25-35 mínútur í þyrluferð með leiðsögn auk 15 mínútur í lendingu á Hengilsvæðinu. Fer eftir þyrlu og veðri

49.900 ISK per person

Gengisbreytir