Tindar Reykjavíkur

Tindar Reykjavíkur

Tindar Reykjavíkur er ekki bara borgarferð. Lagt er af stað frá Reykjavíkurflugvelli í hjarta borgarinnar. Tekin er hringur yfir Reykjavík og þaðan yfir Bláfjallasvæðið eða Esjuna, eftir því hvernig veður og vindátt stendur (sjá kort fyrir neðan). Farþegarnir sjá því fjöll, Atlantshafið, hraun, gíga og að sjálfsögðu borgina sjálfa úr lofti. Höfuðborgarsvæðið er síðan einn af stærstu skógum landsins ef Heiðmörk og Hólmsheiði eru taldar með! Það má því með sanni segja að Reykjavík Summit sé svo miklu meira en venjuleg borgarferð! Þyrluflug er spennandi upplifun fyrir þá sem vilja fá nýja sýn á landið. Þessi þyrluferð hentar vel í allskyns fagnað svo sem afmæli, brúðkaup, útskriftir, gæsa- eða steggjaveislur. Gerðu daginn ógleymanlegan! Ferðin er samtals 30-45 mínútur 15-20 mínútur í þyrluferð með leiðsögn auk 15 mínútur í lendingu á tindi. Fer eftir þyrlu og veðri Við bjóðum líka upp á styttri útgáfu af ferðinni þar sem lending er ekki innifalin. Sú ferð er 15-20 að lengd og kostar 27.900.-kr á mann. Hafið samband til að bóka.

Verð

31.900 ISK per person

Lengd

30-45 minutes

Lendingar

1

Lágmarksfjöldi farþega

no minimum Farþegar

Bóka núna

Loading...
Alipay logo Alipay QR code WeChat Pay logo

我们接受支付宝和微信支付
扫码查看我们的旅游和优惠活动

Þér gæti einnig litist vel á

Heli Happy Hour tour in Iceland

Flug og freyðivín

Þyrluferð upp á nálægan fjallstind til þess að skála! Hvort sem þetta sé sérstakt tilefni, fyrsta stopp á pöbbaröltinu eða bara vegna þess að þig langar að taka þyrlu upp á fjallstopp, þá verður þetta einstök upplifun! Flogið er yfir höfuðborgarsvæðið og lent er á nálægu fjalli. Ferðin gefur þér alveg nýja sýn á borgina og það stórkostlega útsýni sem Reykjavík býr að í allar áttir. Miklar hraunbreiður við borgarjaðarinn minna okkur á það hversu mikil eldfjallaeyja Ísland er, Atlantshafið umlykur borgina og í fjarska má sjá glitta í Snæfellsjökul og Reykjanesskagann, ef veður leyfir. Á fjallinu er fullkomið myndatækifæri: Fjallstindurinn, strandlengjan, borgina og þyrlan í bakgrunni. Við þetta einstaka tilefni skálum við í freyðivíni og njótum lífsins. Til gamans má geta þess að Norðurflug er fyrsta fyrirtækið í heiminum til þess að bjóða upp á happy hour ferðir í þyrlum! Ferðin er samtals 40-45 mínútur 15-20 mínútur í þyrluferð með leiðsögn auk 20-30 mínútur í lendingu á tindi. Freyðivín einnig innifalið. Fer eftir þyrlu og veðri

38.900 ISK per person

Geothermal Helicopter Tour in Iceland

Háhitasvæðið á Henglinum

Flogið er yfir Hengilsvæðið, eitt stærsta jarðhitasvæði landsins. Þar má dást að litríkum fjallgörðunum, endalausum hraunbreiðunum og hinum ótalmörgu gígjum á svæðinu. Eftir þyrluflugið frá Reykjavík lendum við fjarri alfaraleið og njótum orkunnar frá náttúrunni í ró og næði. Á svæðinu eru ótal heitar laugar og leirpollar í ósnortinni náttúrunni. Á leiðinni til baka er farið í stutt útsýnisflug yfir Reykjavík. Ef veður leyfir muntu sjá eftirfarandi í þyrluferðinni:: Hellisheiði, Hengil svæðið, Nesjavallavirkjun, Hellisheiðarvirkjun, Bláfjöll, Reykjavík, Kristnitökuhraunið og gíga. Ferðin er samtals 50-60 mínútur 25-35 mínútur í þyrluferð með leiðsögn auk 15 mínútur í lendingu á Hengilsvæðinu. Fer eftir þyrlu og veðri

49.900 ISK per person

Gengisbreytir