Tindar Reykjavíkur
Tindar Reykjavíkur er ekki bara borgarferð. Lagt er af stað frá Reykjavíkurflugvelli í hjarta borgarinnar. Tekin er hringur yfir Reykjavík og þaðan yfir Bláfjallasvæðið eða Esjuna, eftir því hvernig veður og vindátt stendur (sjá kort fyrir neðan). Farþegarnir sjá því fjöll, Atlantshafið, hraun, gíga og að sjálfsögðu borgina sjálfa úr lofti. Höfuðborgarsvæðið er síðan einn af stærstu skógum landsins ef Heiðmörk og Hólmsheiði eru taldar með! Það má því með sanni segja að Reykjavík Summit sé svo miklu meira en venjuleg borgarferð! Þyrluflug er spennandi upplifun fyrir þá sem vilja fá nýja sýn á landið. Þessi þyrluferð hentar vel í allskyns fagnað svo sem afmæli, brúðkaup, útskriftir, gæsa- eða steggjaveislur. Gerðu daginn ógleymanlegan! Ferðin er samtals 30-45 mínútur 15-20 mínútur í þyrluferð með leiðsögn auk 15 mínútur í lendingu á tindi. Fer eftir þyrlu og veðri Við bjóðum líka upp á styttri útgáfu af ferðinni þar sem lending er ekki innifalin. Sú ferð er 15-20 að lengd og kostar 27.900.-kr á mann. Hafið samband til að bóka.
Verð
31.900 ISK per person
Lengd
30-45 minutes
Lendingar
1
Lágmarksfjöldi farþega
no minimum Farþegar